Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í tveimur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.

Aðeins annar leikmanna sem tekinn var fyrir þetta skiptið var dæmdur í bann, en leikmaður Stjörnunnar Dagur Kár Jónsson fær eins leiks bann fyrir brottrekstur sinn gegn Keflavík á dögunum og verður því ekki með gegn Njarðvík í kvöld.

Agamál 52/2022-2023

Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Dagur Kár Jónsson, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Keflavíkur og Stjörnunnar, Subwaydeild karla, sem fram fór þann 21. janúar 2023.