Aukasendingin: Risaleikir Íslands, vörutalning í Subway og hvaða leikmenn verða að finna sér nýjar áskoranir

Aukasendingin kom saman með Véfréttinni Sigurði Orra Kristjánssyni og þeim loftslagskvíðna Guðmundi Auðunn Gunnarssyni til þess að ræða mikilvæga landsleiki Íslands gegn Spáni og Georgíu. Þá er í seinni hluta þáttarins gerð vörutalning í Subway deildinni.

Alveg í lokin velja þeir Guðmundur og Sigurður fimm leikmanna úrvalslið úr Subway deild karla sem verða að finna sér nýjar áskoranir, hvort sem það eru stærri deildir eða einfaldlega leggja skóna á hilluna.

Aukasendingin er í boði Kristalls, Lykils og Subway.