Stjarnan lagði Tindastól í Umhyggjuhöllinni í kvöld í 16. umferð Subway deildar karla, 79-68. Eftir leikinn eru liðin jöfn að stigum í 6.-8. sæti deildarinnar með 14 líkt og Grindavík, en Stjarnan er efst liðanna þriggja vegna innbyrðisstöðu, Tindastóll í 7. sætinu og Grindavík 8. sæti.

Tölfræði leiks

Karfan spjallaði við Armani Moore nýjan leikmann Stjörnunar eftir leik í Garðabæ, en eftir nokkur vandræði við að fá leikheimild var hann loksins kominn í leikmannahóp liðsins. Skilaði fínu framlagi í sínum fyrsta leik fyrir félagið, 20 stigum, 8 fráköstum og 5 stoðsendingum.