Adam Eiður framlengir á Egilsstöðum

Adam Eiður Ásgeirsson hefur framlengt samningi sínum við lið Hattar í Subway deild karla til næstu tveggja ára.

Adam Eiður er að upplagi úr Njarðvík, en kom til Hattar fyrir tímabilið 2021-22. Það sem af er tímabili í Subway deildinni hefur hann skilað 8 stigum og 3 fráköstum að meðaltali í leik. Þá var hann mikilvægur liðinu sem vann sig upp í Subway deildina á síðasta tímabili og var valinn Íþróttamaður ársins hjá Hetti á síðasta ári.

Tilkynning:

Þau afar gleðilegu tíðindi flytjum við ykkur að Adam Eiður Ásgeirsson hefur undirritað áframhaldandi 2 ára samning við félagið! Adam Eiður hefur verið afar mikilvægur hluti liðsins frá því að hann kom til okkar frá Njarðvík. Adam hefur ekki aðeins verið mikilvægur leikmaður heldur einnig séð um alla styrktar þjálfun félagsins, bæði hjá meistaraflokki og yngri flokkum. Adam er mikil og góð fyrirmynd bæði innan vallar og utan og smellur inn í samfélagið okkar eins og hann hafi alltaf verið partur af því. Adam var valinn Íþróttamaður ársins 2022 hjá Hetti – viðurkenning sem við erum afar stolt af! Adam verður því heima á Egilsstöðum áfram! Áfram Höttu