Ísland mætir Georgíu kl. 16:00 að íslenskum tíma á morgun í lokaleik sínum í undankeppni HM 2023. Til þess að komast uppfyrir Georgíu í riðlinum og tryggja sig á lokamótið þarf Ísland að vinna leikinn og gera það með fleiri stigum heldur en Georgía vann þá heima í Laugardalshöllinni í nóvember síðastliðnum, 85-88.

Hérna eru fréttir af HM 2023

Samkvæmt vefmiðli FIBA hefur Georgía staðfest hvaða 12 leikmenn það verða sem leika fyrir hönd þeirra gegn Íslandi, en engin breyting er á hópnum sem þeir stilltu upp í 8 stiga sigri liðsins gegn Hollandi á fimmtudaginn.

Fyrir utan liðið af hóp þeirra eru þeir Ilia Londaritze Kavkasia í Georgíu og George Korsantia sem leikur fyrir Gostivar í Makedóníu. Flestir eru leikmenn þeirra á mála hjá liðum í Georgíu eða 6 af 12. Þó eru þeirra lykilmenn leikmenn liða á Ítalíu og á Spáni, þar sem Thaddus McFadden leikur fyrir Murcia og Giorgi Shermadini fyrir Tenerife í ACB deildinni á Spáni og Tornike Shengelia fyrir Virtus Bologna á Ítalíu.

Hér fyrir neðan má sjá hvaða 12 leikmenn Georgíu mæta íslenska liðinu í leik dagsins:

4Rati Andronikashvili193-G-2001Murcia Spain
6Kakhaber Jintcharadze196-F/G-1993Kutaisi Georgia
7Beqa Burjanadze201-PF-1994Reggio Emilia Italy
8George Tsintsadze192-PG-1986TSU Georgia
9Giorgi Shermadini217-C-1989Tenerife Spain
10Duda Sanadze197-SG-1992Anorthosis Cyprus
17Mikhail Berishvili204-F-1987TSU Georgia
18Merab Bokolishvili194-G-1992Cactus Georgia
23Tornike Shengelia206-PF-1991Virtus BO Italy
25Thaddus McFadden188-G-1987Murcia Spain
33Beka Bekauri209-F/C-1991TSU Georgia
44Givi Bakradze185 G – 1993Olimpi Georgia

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil