Stjarnan lagði Stjörnuna b í kvöld í úrslitaleik VÍS bikars 11. flokks drengja, 101-90.

Hérna er meira um leikinn

Karfan ræddi við lykilleikmann leiksins Viktor Jónas Lúðvíksson eftir að bikarinn fór á loft í Laugardalshöllinni, en hann skilaði 26 stigum, 25 fráköstum, 4 stolnum boltum og 3 vörðum skotum í leiknum. Þá var hann nokkuð skilvirkur, með 60% skotnýtingu og 44 framlagsstig fyrir frammistöðuna.