Valur lagði nýliða ÍR nokkuð örugglega í 17. umferð Subway deildar kvenna í kvöld, 81-44. Eftir leikinn er Valur í 2. sæti deildarinnar með 28 stig á meðan að ÍR er sem áður í 8. sætinu með 2 stig.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikur kvöldsins nokkur einstefna. Eftir fyrsta leikhluta leiddu heimakonur í Val með 7 stigum, 17-10 og þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var forysta þeirra komin í 21 stig, 38-17.

Í upphafi seinni hálfleiksins gerir Valur svo útum leikinn með sterkum 22-14 leikhluta og eru því komnar með 29 stiga forystu fyrir lokaleikhlutann, 60-31. Í honum virtist það svo formsatriði að klára leikinn, sem þær gera með 37 stiga sigri, 81-44.

Atkvæðamest fyrir Val í leiknum var Kiana Johnson með 18 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar.

Fyrir ÍR var það Margrét Blöndal sem dró vagninn með 11 stigum og 12 fráköstum.

Tölfræði leiks