Fjórir leikir fóru fram í Subway deild karla í kvöld.

Njarðvík lagði Hött í Ljónagryfjunni, Tindastóll hafði betur gegn ÍR í Skógarseli, KR vann Blika á Meistaravöllum og í Þorlákshöfn höfðu Haukar betur gegn heimamönnum í Þór.

Staðan í deildinni

Úrslit kvöldsins

Subway deild karla

Njarðvík 109 – 90 Höttur

ÍR 81 – 96 Tindastóll

KR 112 – 109 Breiðablik

Þór 88 – 97 Haukar