Undanúrslit VÍS bikarkeppni kvenna fara fram í Laugardalshöllinni í kvöld.

Í fyrri leik kvöldsins mætast Snæfell og ríkjandi bikarmeistarar Hauka og í þeim seinni Stjarnan og Keflavík.

Haukar eru reyndar ekki aðeins ríkjandi bikarmeistarar, en þær unnu titilinn einnig þar á undan, árið 2021. Sögulega er Keflavík langsigursælasta liðið með 15 titla í heild, en af þeim liðum sem etja kappi í undanúrslitunum koma Haukar næst með 8 titla og Snæfell hefur unnið titilinn í eitt skipti.

Leikir dagsins

Undanúrslit – VÍS bikar kvenna

Snæfell Haukar – kl. 17:15

Stjarnan Keflavík – kl. 20:00