Undanúrslit VÍS bikarkeppni karla fara fram í Laugardalshöllinni í kvöld.

Í fyrri leik kvöldsins eigast við bikarmeistarar Stjörnunnar og Keflavík, en í þeim seinni Íslandsmeistarar Vals og Höttur.

Af þeim liðum sem leika til undanúrslita þetta tímabilið er Keflavík sigursælast með sex titla, Stjarnan kemur þeim næst með fjóra titla og Valur hefur unnið bikarinn þrisvar. Höttur hefur hinsvegar aldrei unnið og eru í fyrsta skipti komnir í undanúrslit keppninnar.

Hérna er dagskrá VÍS bikarvikunnar

Leikir dagsins

Miðvikudagur 11. janúar | undanúrslit karla

17:15 Stjarnan – Keflavík

20:00 Höttur – Valur