Tuba Poyraz til Þórs

Tuba Poyraz hefur samið við fyrstu deildar lið Þórs Akureyri fyrir yfirstandandi tímabil.

Tuba er 22 ára þýskur leikmaður sem leikið hefur í heimalandinu Þýskalandi í fyrstu, annarri og þriðju deild.

Tuba er ekki komin með leikheimild með félaginu, en bundnar eru vonir við að hún geti fyrst verið með þeim gegn KR komandi laugardag 21. janúar.