Haukar lögðu Snæfell í fyrri leik undanúrslita VÍS bikarkeppni kvenna í Laugardalshöllinni í kvöld, 98-62.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Tinnu Guðrúnu Alexandersdóttur leikmann Hauka eftir leik í Laugardalshöllinni. Tinna Guðrún er að upplagi úr Snæfell, en hefur síðustu tímabil leikið með Haukum. Hún var fyrrum félögum sínum sérstaklega erfið í kvöld, með 26 stig og 6 fráköst á tæpum 37 mínútum spiluðum í leiknum.