Þrír úrslitaleikir VÍS bikarkeppninnar fara fram í Laugardalshöllinni í dag

Í fyrsta leik dagsins mætast lið KR og Stjörnunnar í níunda flokki drengja kl. 10:15.

Eftir hádegið er svo komið að meistaraflokkunum, þar sem að Keflavík og Haukar mætast fyrst kl. 13:30 í úrslitaleik meistaraflokks kvenna. Seinni leikurinn er svo kl. 16:15, en það er úrslitaleikur karla á milliVals og Stjörnunnar.

Í báðum tilfellum meistaraflokkana er um að ræða ríkjandi bikarmeistara sem freista þess að verja titil sinn. Stjarnan vann VÍS bikar karla á síðasta tímabili og Haukar unnu VÍS bikar kvenna síðustu tvö tímabil. Andstæðingarnir eru einnig áþekkir, en bæði er Valur efsta liðið um þessar mundir í Subway deild karla, sem og er Keflavík á toppi Subway deildar kvenna.

Báðir verða úrslitaleikir meistaraflokkana í beinni útsendingu á RÚV.

Hérna er dagskrá VÍS bikarvikunnar

Leikir dagsins

Laugardagur 14. janúar | bikarúrslit meistaraflokka og yngri

10:15 9. flokkur drengja KR – Stjarnan

13:30 Keflavík Haukar

16:15 Valur Stjarnan