Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og Oviedo töpuðu í kvöld fyrir Acunsa GBC í Leb Oro deildinni á Spáni, 71-86.

Oviedo eru eftir leikinn í 13. sæti deildarinnar með fjóra sigra og ellefu töp það sem af er tímabili.

Á rúmum 13 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Þórir Guðmundur 7 stigum, 3 fráköstum, stoðsendingu og 3 stolnum boltum.

Næsti leikur Oviedo er þann 13. janúar gegn Tau Castello.

Tölfræði leiks