Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og Oviedo lögðu Albacete í Leb Oro deildinni í kvöld, 63-57.

Eftir leikinn er Oviedo í 13. sæti deildarinnar með fimm sigra og þrettán töp það sem af er tímabili.

Á tæpum 27 mínútum spiluðum skilaði Þórir 7 stigum, 2 fráköstum og 3 stoðsendingum.

Næsti leikur Þóris og Oviedo er þann 1. febrúar gegn Caceres.

Tölfræði leiks