ÍR lagði Fjölni með fimm stigum í dag í úrslitaleik VÍS bikarkeppni 12. flokks karla, 80-85.

Hérna er meira um leikinn

Lykilleikmaður leiksins var leikmaður ÍR Teitur Sólmundarson en hann skilaði 28 stigum, 11 fráköstum, 2 stoðsendingum, 3 stolnum boltum og vörðu skoti. Þá var hann nokkuð skilvirkur í leiknum með 32 framlagsstig fyrir frammistöðuna.