Skráning hafin í sumarbúðir BIBA – 19. til 23. júní 2023

Sumarbúðir BIBA verða haldnar að Meistaravöllum frá 19. til 23. júní fyrir 10 til 16 ára drengi og stúlkur.

BIBA búðirnar innihalda stöðvaæfingar fyrir hádegi (5 stöðvar) og hópvinnu eftir hádegi. Þá munu leikmenn sem sækja búðirnar einnig fá 10 fyrirlestra um hin ýmsu málefni sem snerta bæði almenna heilsu og körfubolta.

Þriðji hluti búðanna er svo byggður á leikjum og keppni, en farið verður í maður á mann, víta og þriggja stiga keppni. Að lokum er svo stjörnuleikur þar sem að bestu leikmenn búðanna eru verðlaunaðir.

Búðirnar eru frá mánudegi til föstudags, kl. 09:00 til 17:00. Innifalið í verðinu er búningur, hádegismatur og verðlaun.

Hérna er hægt að skrá sig

Meira en bara körfubolti

Viðhorf, agi, þolinmæði og liðsheild

5+ klukkutímar af krefjandi æfingum daglega

Unnið er í minni hópum með reyndum þjálfurum

Fyrir frekari upplýsingar er hægt að heimsækja BIBA á Facebook hér, eða hafa samband í gegnum tölvupóst bibabasketballacademy@gmail.com.