Hamar lagði Ármann í kvöld í fyrstu deild karla í Hveragerði, 124-109. Eftir leikinn er Hamar í 2. sæti deildarinnar með 28 stig á meðan að Ármann er í 8. sætinu með 14 stig.

Tölfræði leiks

Karfan spjallaði við Ragnar Nathanaelsson leikmann Hamars eftir leik í Hveragerði. Ragnar hafði lofað því fyrir leik að hann myndi í fyrsta skipti á 16 ára feril sínum skjóta þriggja stiga skoti í leiknum. Stóð hann við það og gott betur, en snemma í leiknum setti hann þrist og er því nú með 100% þriggja stiga nýtingu á tæplega 400 leikja feril í meistaraflokki.

Viðtal / Oddur Ben