Valur vann Grindavík í kvöld í Subway deild karla, 92-67. Eftir leikinn eru Valsmenn í efsta sæti deildarinnar með 11 sigra og 2 töp á meðan að Grindavík er í 7. sætinu með 7 sigra og 6 töp.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Ólaf Ólafsson leikmann Grindavíkur eftir leik í Origo Höllinni. Eftir að hafa átt fínan leik fyrir sína menn fékk Ólafur tvær villur á fyrstu mínútum fjórða leikhluta. Fyrstu viðbrögð Ólafs og þjálfarateymis Grindavíkur var að þær hefðu verið fyrir litlar sakir, en Ólafur sagði eftir leik að þetta hljóti að hafa verið villur fyrst að dómarar dæmdu þær.