Lið Hauka kjöldró nýliða ÍR í ólafssal í kvöld í Subway deild kvenna, 99-52.

Eftir leikinn eru Haukar í 2. sæti Subway deildarinnar með 26 stig á meðan að ÍR er enn án sigur eftir fyrstu 15 umferðirnar í 8. sætinu.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikur kvöldsins aldrei neitt sérstaklega spennandi. Heimakonur leiddu með 15 stigum, 26-9, eftir fyrsta leikhluta og 30 í hálfleik, 56-26. Seinni hálfleikurinn var svo ekkert mikið skárri þar sem Haukar voru komnar með 44 stiga forystu fyrir lokaleikhlutann, 83-39. Eftirleikurinn að er virtist gífurlega auðveldur, en að lokum vinna Haukar leikinn með 45 stigum, 99-52.

Atkvæðamestar Hauka í leiknum voru Eva Margrét Kristjánsdóttir með 22 stig, 13 fráköst, 6 stoðsendingar, 6 stolna bolta og Sólrún Inga Gísladóttir með 25 stig og 7 fráköst.

Fyrir nýliða ÍR var Greeta Uprus atkvæðamest með 14 stig og 6 fráköst. Þá bætti Aníka Lind Hjálmarsdóttir við 9 stigum og 6 fráköstum.

Bæði lið eiga leik næst komandi miðvikudag 18. janúar, en þá fær ÍR lið Fjölnir í heimsókn í Skógarselið og Haukar mæta Val í Ólafssal.

Tölfræði leiks