Níundi flokkur Stjörnunnar er að hefja leik núna í Litháen í 2. umferð EYBL Evrópukeppni félagsliða.

Drengirnir héldu til Vilníus borgar í gær þar sem þeir taka þátt í annarri umferð mótsins yngri flokka. Liðið mun leika fimm leiki frá föstudegi til sunnudags og má fylgjast með úrslitum og finna ýmsa tölfræði hér.

Einnig verða leikirnir í beinu streymi á Facebook síðu gestgjafanna hér

Með liðinu í umferðinni eru Benedikt Björn, Steinar, Viktor Máni, Pétur, Dagur Snorri, Helgi Snær, Jón Kári, Jakob Kári og Leifur Steinn þjálfari.