Hilmar Pétursson og félagar í Munster lögðu Jena með minnsta mun mögulegum í kvöld í Pro B deildinni í Þýskalandi, 68-67. Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikurinn nokkuð jafn á lokamínútunum, en undir lokin var það vítaskot Hilmars sem skildi liðin að.

Munster eru eftir leikinn í 13. sæti deildarinnar með sex sigra og níu töp það sem af er tímabili.

Á 24 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Hilmar 12 stigum, 2 fráköstum og 2 stoðsendingum.

Næsti leikur Munster í deildinni er þann 11. janúar gegn Tübingen.

Tölfræði leiks