Haukar lögðu Þór í Þorlákshöfn í kvöld í Subway deild karla, 88-97. Eftir leikinn eru Haukar í 4. sæti deildarinnar með 18 stig á meðan að Þór er í 11. sætinu með 6 stig.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Máté Dalmay þjálfara Hauka eftir leik í Þorlákshöfn. Haukar sömdu á dögunum við Daníel Ágúst Halldórsson og lék hann sinn fyrsta leik fyrir Hauka í kvöld. Daníel kom til Hauka frá uppeldisfélagi sínu Fjölni, þar sem hann var skamma stund, en hann hafði leikið það sem af er tímabili fyrir Þór í Subway deildinni.