Lið Vestra hefur samið við þá Marko Jurica og Luka Karljic um að leika með liðinu á yfirstandandi tímabili í annarri deild karla.

Marko kemur aftur til liðsins frá ÍA í fyrstu deildinni, en hann hafði farið frá Vestra þangað fyr á tímabilinu. Áður hafði hann leikið frá 2020 til 2022 með Vestra í Subway og fyrstu deildinni. Í 23 leikjum með Vestra á síðasta tímabili skilaði hann 15 stigum, 5 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Luka er serbneskur miðherji sem leikið hefur í neðri deildum Spánar og Svíþjóð, nú síðast Kalmar Saints.

Sem stendur er Vestri í sjöunda sæti 2. deildar með fjóra sigra og eitt tap eftir fimm leiki spilaða.