KR lagði Blika á Meistaravöllum í kvöld í Subway deild karla, 112-109. Eftir leikinn er KR í 12. sæti deildarinnar með 4 stig á meðan að Blikar eru í 6. sætinu með 14 stig.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Lars Erik Bragason leikmann KR eftir leik í Vesturbænum. Lars átti flottan leik fyrir KR í kvöld, skilaði 14 stigum, 11 fráköstum og 3 stoðsendingum á tæpum 24 mínútum spiluðum.