Leikmaður Los Angeles Lakers í NBA deildinni sendi frá sér heldur heiðarlega beiðni fyrr í dag um að vera kallaður sínu rétta nafni Troy Brown Jr af lýsendum deildarinnar, en ekki Tony Brown.

Krafa Troy verður að teljast nokkuð sanngjörn, en hann er núna á sínu sjöunda tímabili í deildinni eftir að hafa verið valinn með 15. valrétt nýliðavalsins árið 2018. Þetta tímabilið hefur hann leikið 34 leiki fyrir Lakers og skilað í þeim að meðaltali 7 stigum og 4 fráköstum.