Þórsarar úr Þorlákshöfn hafa samið við Jordan Semple um að leika með liðinu í Subway deild karla út yfirstandandi tímabil. Semple lék með botnliði KR fyrir áramót, en var sagt upp þar fyrir áramót.

Semple, sem hefur franskt ríkisfang, skilaði 18 stigum og 9 fráköstum að meðaltali í leik hjá KR-ingum í 11 leikjum.

Þór situr sem stendur í næstneðsta sæti Subway deildarinnar með 6 stig.