Landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson mun klára tímabilið með Pesaro í úrvalsdeildinni á Ítalíu. Tilkynnir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.

Í 11 leikjum með félaginu það sem af er tímabili hefur Jón skilað 5 stigum, 3 fráköstum og 3 stoðsendingum á að meðaltali 20 mínútum í leik.

Pesaro hefur verið eitt af sterkari liðum á Ítalíu það sem af er tímabili, en sem stendur eru þeir í 4. sæti deildarinnar með tíu sigra og sex töp.