Haukar lögðu Þór í Þorlákshöfn í kvöld í Subway deild karla, 88-97. Eftir leikinn eru Haukar í 4. sæti deildarinnar með 18 stig á meðan að Þór er í 11. sætinu með 6 stig.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Hilmar Smára Henningsson leikmann Hauka eftir leik í Þorlákshöfn. Hilmar Smári var að öðrum ólöstuðum besti leikmaður vallarins í kvöld, með 26 stig, 5 fráköst og 7 stoðsendingar á tæpum 29 mínútum spiluðum.