Hanna Þráinsdóttir fer vel af stað með liði New York háskólans (NYU) sem leikur í þriðju deild háskólakörfuboltans í Bandaríkjunum. Allir byrjunarliðsleikmenn liðsins frá í fyrra snéru aftur en liðið komst í 8 liða úrslit 3. deildarinnar á landsvísu á síðustu leiktíð. Í upphafi leiktíðar nú var liðinu spáð 3. sæti á landsvísu en eftir átta sigurleiki í röð trónir liðið nú í 1. sæti í spá þjálfara og íþróttafréttaritara.


Á milli jóla og nýárs bætti liðið svo við tveimur sigrum til viðbótar. Hanna spilaði sinn besta leik í vetur gegn öflugu liði Bowdoin College, skoraði 9 stig, tók 3 fráköst og gaf eina stoðsendingu á þeim 20 mínútum sem hún spilaði í naumasta sigri liðsins á leiktíðinni 78-75.


Næsti leikur er fyrsti conference (svæðisdeildar) leikur vetrarins gegn Brandeis University 7. janúar.