Bakvörðurinn Gunnar Ingi Harðarson er genginn til liðs við KR frá Ármanni í fyrstu deildinni.

Gunnar er 26 ára og að upplagi úr Ármann og KR, en eftir að hafa leikið með yngri flokkum félagana var hann á mála hjá meistaraflokkum FSu, Val, Haukum og nú síðast Ármann. Síðast lék hann í efstu deild með Haukum tímabilið 2019-20, en þá skilaði hann 6 stigum, 2 fráköstum, 2 stoðsendingum og stolnum bolta á tæpum 18 mínútum spiluðum að meðaltali í leik.