ÍR og ÍA hafa komist að samkomulagi að Frank Gerritsen og Jónas Steinarsson gangi til liðs við Skagamenn á venslasamning út leiktíðina.

Jónas og Frank eru báðir fæddir árið 2003 hafa verið viðloðandi meistaraflokk ÍR af fullum krafti í tvö ár.

ÍA er sem stendur í 9. sæti fyrstu deildarinnar með fimm sigra og ellefu töp það sem af er tímabili.