Haukar lögðu Þór í Þorlákshöfn í kvöld í Subway deild karla, 88-97. Eftir leikinn eru Haukar í 4. sæti deildarinnar með 18 stig á meðan að Þór er í 11. sætinu með 6 stig.

Fyrir leik

Haukar sem eru nýliðar í deildinni eru að berjast um heimavallarrétt í fjórða sæti fyrir leikinn, jafnir Njarðvík sem eru í þriðja sæti. Þeir unnu síðast á móti Hetti. Þórsarar eru í ellefta sæti og eru í harðri botnbaráttu unnu Blika í síðasta leik og eru að vonast eftir að ná að vinna tvo leiki í röð hér í kvöld en það hefur ekki gerst á tímabilinu.

Bæði lið bættu við sig í bikar pásunni Haukar fengu einmitt Daníel Ágúst frá Þór Þorlákshöfn og er hans fyrsti leikur í Haukabúningi á móti Hans gömlu félögum. En margir töldu hann ekki tilbúin í Subway deildina og að hann væri komin í Fjölni. Þórsarar fengu hinn umdeilda Jordan Semple úr rústum botnliðs KR. Honum er væntanlega ætlað að skiptast á mínútum við Fotios. Haukar unnu fyrri leikinn á móti Þór á Ásvöllum 90:84

Fyrri hálfleikur

Haukar komast í 9-13 á fyrstu fimm en þá komast Þórsarar í takt og byrja að frákasta betur. Og eru komnir í 17-15 mínútu síðar og Maté tekur leikhlé. Eftir góða byrjun Hauka eru þeir hikandi í skotum út leikhlutan auk þess sem vörn Þórs er góð en leikur Hauka er auðlesin. Fyrsti leikhluti endar á þrist frá Malik. Staðan 24:19.

Haukar byrja leikhlutan á hraðari mönnum með Giga einan niðri, ljóst að planið er að skjóta sig inn. Það skiælar hinsvegar ekki miklu þegar menn setja ekki skotin sín. Þór er að spila góða vörn og ná að halda Haukum hæfilega frá sér út leikhlutan. Bar hæst framlag þeirra Bræðra Tómas og Styrmirs undir lok hálfleiksins þar sem þeir tóku yfir á báðum endum vallarins með tilþrifum. Auk þess sem Haukar virðast ekki geta keypt sér þriggja stiga körfu  og er nýtingin í þriggja stiga 12%. Leikhlutinn endar leikhlutinn 46-41.

Eftirtektarvert er að bæði Daníel Ágúst (Haukar) og Jordan Semple (Þór) eru að koma vel inní sín nýju lið.

Atkvæðamestir í fyrri hálfleik

Þór : Malik 14 stig 4 stoðsendingar og Styrmir 11 stig  5 fráköst og báðir með 14 framlagspunkta

Haukar: Giga 14 stig 6 fráköst 18 framlag.

Seinni hálfleikur

Seinni hálfleikur byrjar af krafti báðum megin. Haukar enda sóknirnar í gegnum Giga meðan þeir eru að finna miðið. Með þolinmæði komast þeir yfir 57-60 og virðast vera að ná undirtökum í leiknum þegar leikhlutin er hálfnaður. Lárus tekur leikhlé í stöðunni 57-64 hefði mátt stoppa fyrr til að koma jafnvægi á leik sinna manna.

Haukar eru að bæta nýtingu sína frá fyrri hálfleik og er Hilmar að leiða lið Hauka og tekur sjaldséða troðslu í traffík auk þess að setja skotin sín. Þór nær að vinna upp muninn og eru liðin jöfn 71:71 þegar við förum inní fjórða. Jordan Sample átti síðustu mínútu þessa leikhluta þegar hann sló boltan uppúr í vítaskoti Hauka sem gaf þeim 2 stig í stað eins og tók einhvern furðulegan snúning einn undir körfunni eins og hann þyrði ekki að skora.

Þór byrjar 5-0 en Haukar eru fljótir að svara og komast yfir 78-82 þegar Lárus stoppar.Hilmar er að reynast Þórsurum erfiður komin með 23 stig. Og Semple ekki heldur í takt og Fotios kemur inná. Þórsarar ná ekki að fylgja eftir góðri vörn og geta ekki keypt sér körfu. Fotios gefur Þór líflínu í  með þrist og stelur svo boltanum sem er munurinn fjögur stig þegar mínúta er eftir. Nær komast þeir ekki og Haukar vinna sterkt 88:97 sigur.

 Atkvæðamestir

Þór: Malik 25 stig og 25 í framlag Styrmir og Pablo þar næstir með 17 stig hvor.

Haukar: Hilmar með 26 stig, 5 fráköst og 7 stoðsendingar. Norbertas næstur með 24 stig og 8 fráköst.

Hvað svo

Haukar styrktu stöðu sína í fjórða sæti deildarinnar og Þór stendur í stað í 11 sæti þar sem öll neðstu liðin töpuðu nema KR sem vann sinn annan sigur og mæta einmitt Haukum í næsta leik á meðan Þórsarar mæta Hetti.

Samantekt
Þórsarar voru að spila hörku vörn með þá bræður í broddi fylkingar. Hins vegar er augljóst að þeir treysta ekki nægilega vel flæði leiksins í sókninni og þurfa að leifa Vincent að leiða leikinn til enda. Alltof oft sem kom skrín og í stað þess að gefa auðvelda sendingu á samherja fóru menn og ætluðu að skora sjálfir. Þórsarar sýna samt alltaf að þeir eru óstöðvandi þegar þeir spila í sókninni sem lið, það þarf samt að gera það allan leikinn. Yfirvegun á leikin og þeir komast á beinu brautina.

Haukar eru að gera flotta hluti með Maté og þó þeir hafi verið í vandræðum í fyrri hálfleik þá unnu þeir sig saman inní leikinn og voru þolinmóðir. Þrátt fyrir þunnan hóp nær Maté að spila vel úr sínu liði. Auk þess sem Giga var þeim mikilvægur þá steig Hilmar heldur betur upp í seinni hálfleik og gaf Daníel þeim góða breidd með góðum leik.

Tölfræði leiks