Topplið Keflavíkur mun fá liðsstyrk fyrir seinni helming deildarkeppninnar í Subway deild kvenna er fyrrum landsliðskonan Emelía Ósk Gunnarsdóttir mun á nýjan leik ganga til liðs við félagið. Staðfestir leikmaðurinn þetta við Körfuna fyrr í dag, en hún hefur verið erlendis í námi frá tímabilinu 2020-21.

Ljóst er að um mikinn liðstyrk er að ræða fyrir Keflavík, en síðast þegar að Emelía lék fyrir Keflavík skilaði hún 9 stigum, 4 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik fyrir liðið. Þá lék hún einnig sinn fyrsta landsleik fyrir Ísland 18 ára gömul árið 2016 og allt til ársins 2021 lék hún 11 leiki fyrir liðið.