Davíð Tómas Tómasson, einn fjögurra alþjóðadómara Íslands í körfubolta, var í eldlínunni síðastliðna viku, en Davíð Tómas dæmdi bikarúrslitaleik Stjörnunnar og Vals í VÍS-bikar karla síðastliðinn laugardag og bikarúrslitaleik Hauka og Aþenu í 12. flokki kvenna í gærkvöldi, sunnudag. Það voru þó ekki einu stóru verkefni Davíðs þessa vikuna, en fimmtudaginn 12. janúar dæmdi Davíð seinni leik Arka Gdynia frá Póllandi og LDLC Asvel Femin frá Frakklandi í Evrópubikar kvenna, EuroCup. Leikið var í Gdynia í Póllandi og lauk leiknum með 19 stiga sigri gestanna, 72-91.

Davíð Tómas hefur þar að auki verið valinn til að dæma leik Svíþjóðar og Lettlands í undankeppni Eurobasket kvenna, sem fram fer í Stokkhólmi 12. febrúar næstkomandi.