Bakvörðurinn Dagur Kár Jónsson hefur yfirgefið liðið samkvæmt tilkynningu félagsins.

Samkvæmt KR mun þetta hafa verið sameiginleg ákvörðun, en Dagur Kár mun nú ganga til liðs á nýjan leik við Stjörnuna.

Í 10 leikjum fyrir KR á þessu tímabili skilaði Dagur Kár 18 stigum og 4 stoðsendingum að meðaltali í leik.