Fjölnir hefur samið við Brittanny Dinkins um að leika með liðinu á yfirstandandi tímabili í Subway deild kvenna.

Brittany mun koma í stað Taylor Jones hjá liðinu, en félagið sagði upp samningi sínum við hana á dögunum.

Brittany er 28 ára 170 cm bandarískur bakvörður sem kemur til liðsins frá Helios í Sviss, en þar skilaði hún 21 stigi, 5 fráköstum og 3 stolnum boltum á síðustu leiktíð. Sem atvinnumaður hefur hún leikið fyrir félög í Þýskalandi, Egyptalandi, Sviss og Spáni, en ferill hennar byrjaði á Íslandi árið 2017, þegar hún lék fyrir Keflavík. Tímabilið 2018-19 var hún valin besti erlendi leikmaðurinn á Íslandi þegar hún skilaði 29 stigum, 9 fráköstum og 7 stoðsendingum að meðaltali í leik.