Keflavík lagði Stjörnuna í seinni leik undanúrslita VÍS bikarkeppni kvenna í Laugardalshöllinni í kvöld, 73-100. Í fyrri leik kvöldsins lögðu ríkjandi bikarmeistarar Hauka lið Snæfells. Það verða því Haukar og Keflavík sem leika til úrslita í keppninni komandi laugardag 14. janúar kl. 13:30.

Úrslit kvöldsins

Karfan spjallaði við Birnu Valgerði Benónýsdóttur leikmann Keflavíkur eftir leik í Laugardalshöllinni.