Njarðvíkingar mættu ÍR í kvöld í Subwaydeild karla í fyrsta liðanna í seinni umferð deildarinnar. Heimamenn í Ljónagryfjunni áttu harma að hefna eftir tap gegn ÍR í fyrstu umferð mótsins. 103:74 varð niðurstaða kvöldsins og óhætt að segja að hefndin hafi verið fullkomnuð hjá Njarðvík gegn lánlausum Breiðhyltingum.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Benedikt Guðmundsson þjálfara Njarðvíkur eftir leik í Ljónagryfjunni.