Ægir Þór Steinarsson og HLA Alicante lögðu topplið Morabanc Andorra í kvöld í Leb Oror deildinni á Spáni, 73-66.

Alicante eru eftir leikinn í 8. sæti deildarinnar með níu sigra og fimm töp það sem af er tímabili.

Á 25 mínútum spiluðum í leiknum var Ægir Þór með 6 stig, 4 fráköst, 3 stoðsendingar og 2 stolna bolta.

Næst mun Ægir Þór mæta sínum gömlu félögum í Acunsa GBC þann 15. janúar, en hann lék með þeim á síðasta tímabili.

Tölfræði leiks