Bakvörðurinn efnilegi Daníel Ágúst Halldórsson mun samkvæmt heimildum Körfunnar vera á leiðinni frá Þór til Hauka í Subway deildinni. Daníel, sem er 18 ára gamall, skilaði 5 stigum, 3 fráköstum og 2 stoðsendingum á 17 mínútum að meðaltali í 11 leikjum með Þór það sem af er tímabili.

Daníel var kominn með félagaskipti aftur til fyrstu deildar liðs Fjölnis samkvæmt félagaskiptasíðu KKÍ, en sögur herma að hann fari þaðan í Hauka á næstu dögum.

Með Fjölni lék hann upp alla yngri flokka og síðan með meistaraflokki félagsins. Þar var hann einn af betri leikmönnum fyrstu deildarinnar á síðasta tímabili, með 14 stig, 5 fráköst og 6 stoðsendingar að meðaltali í leik. Þá hefur hann einnig verið lykilleikmaður í öllum yngri landsliðum Íslands.