Valur lagði Fjölni í 13. umferð Subway deildar kvenna í Dalhúsum í kvöld, 63-122. Eftir leikinn er Valur í 3. sæti deildarinnar með 20 stig á meðan að Fjölnir er í 6. sætinu með 8 stig.

Atkvæðamestar fyrir Fjölni í leiknum voru Sigrún Sjöfn Ámundadóttir með 28 stig, 9 fráköst, 4 stoðsendingar, 5 stolna bolta og Heiður Karlsdóttir með 12 stig og 8 fráköst.

Fyrir Val var það Kiana Johnson sem dró vagninn með 24 stigum, 5 fráköstum, 14 stoðsendingum og 5 stolnum boltum. Þá bætti Hildur Björg Kjartansdóttir við 20 stigum og 7 fráköstum.

Bæði lið eiga leik næst þann 28. desember. Fjölnir heimsækir topplið Keflavíkur og í Origo Höllinni eigast við Valur og Íslandsmeistarar Njarðvíkur.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Bára Dröfn)