Síðasti leikur 16 liða úrslita VÍS bikarkeppni karla fór fram í kvöld.

Njarðvík lagði Hauka í spennuleik í Ljónagryfjunni, 88-84.

Ljóst er að sigurvegari kvöldsins mun mæta Keflavík í 8 liða úrslitunum, en sá leikur fer fram þann 11. desember.

Úrslit kvöldsins

VÍS bikar karla – 16 liða úrslit

Njarðvík 88 – 84 Haukar

Njarðvík: Lisandro Rasio 20/11 fráköst, Nicolas Richotti 19, Dedrick Deon Basile 17/8 fráköst/8 stoðsendingar, Maciek Stanislav Baginski 14, Mario Matasovic 13, Logi Gunnarsson 3, Ólafur Helgi Jónsson 2/4 fráköst, Rafn Edgar Sigmarsson 0, Bergvin Einir Stefánsson 0.


Haukar: Darwin Davis Jr. 24, Daniel Mortensen 16/5 fráköst, Hilmar Smári Henningsson 15/7 fráköst, Orri Gunnarsson 15/6 fráköst, Norbertas Giga 11/11 fráköst, Alexander Óðinn Knudsen 2, Breki Gylfason 1, Ellert Þór Hermundarson 0, Ivar Alexander Barja 0, Emil Barja 0/4 fráköst.