Samtök íþróttafréttamanna opinberuðu fyrir helgina hvaða íþróttamenn enduðu í efstu ellefu sætum þeirra í kjöri samtakana á íþróttamanni ársins 2022. Einnig tilkynnti félagið hvaða þrjú voru efst í kjöri þeirra á liði ársins og hverjir væru fjórir efstu í kjöri þeirra á þjálfara ársins. Þann 29. desember munu samtökin svo tilkynna hverjir það verða sem hljóta verðlaunin þetta árið.

Þetta árið eru þeir Tryggvi Snær Hlinason hjá Zaragoza á Spáni og Elvar Már Friðriksson hjá Rytas í Litháen eina sem kemst í þessu efstu sæti af körfuknattleiksfólki. Báðir áttu þeir góð tímabil með sínum félagsliðum sem og voru þeir lykilmenn í glæstum sigrum íslenska landsliðsins á árinu. Tryggvi Snær var einnig á meðal efstu í atkvæðagreiðslunni árið 2020, en Elvar Már er nú á meðal þeirra efstu í fyrsta skipti

Ekkert körfuboltalið og enginn körfuboltaþjálfari komst í efstu sæti liða ársins eða þjálfara ársins.

Ellefu efstu í kjöri íþróttamanns ársins 2022 eru í stafrófsröð:
Anton Sveinn McKee, sund
Elvar Már Friðriksson, körfubolti
Gísli Þorgeir Kristjánsson, handbolti
Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, golf
Hilmar Örn Jónsson, frjálsíþróttir
Kristín Þórhallsdóttir, kraflyftingar
Ómar Ingi Magnússon, handbolti
Sandra Sigurðardóttir, fótbolti
Tryggvi Snær Hlinason, körfubolti
Viktor Gísli Hallgrímsson, handbolti

Efstu fjórir í kjörinu á þjálfara ársins
Guðmundur Þ. Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta
Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta
Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta

Lið ársins
Íslenska karlalandsliðið í handbolta
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta
Valur, meistaraflokkur karla í handbolta