Keflavík lagði Fjölni í Blue Höllinni í kvöld í Subway deild kvenna, 107-78. Eftir leikinn sem áður er Keflavík í efsta sætinu, nú með 26 stig á meðan að Fjölnir er í 6. sætinu með 8 stig.

Fyrir leik

Í lið Fjölnis vantaði í kvöld þeirra besta leikmann, hina bandarísku Taylor Jones, en hún var samkvæmt heimildum í leyfi og verður líklega komin til baka í liðið fyrir næsta leik þeirra í deildinni.

Hjá Keflavík vantaði þjálfara liðsins Hörð Axel Vilhjálmsson, en hann var einnig í leyfi.

Gangur leiks

Eftir nokkuð fjöruga byrjun þar sem jafnt er á með liðinum í stöðunni 9-9 ná heimakonur í Keflavík ágætis tökum á leiknum. Klára fjórðunginn 17-9 og eru með 8 stiga forystu fyrir annan, 26-18. Heimakonur ganga svo enn frekar á lagið undir lok hálfleiksins, með gífurlega vel skipulagðri pressuvörn ná þær að halda Fjölni í aðeins 38 stigum í fyrri hálfleiknum, en þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik er munurinn 14 stig, 52-38.

Stigahæst fyrir Keflavík í fyrri hálfleiknum var Daniela Wallen með 14 stig á meðan að Urté Slavickaite var komin með 13 stig fyrir Fjölni.

Keflavík byrjar seinni hálfleikinn af miklum krafti og ná að koma forystu sinni yfir 20 stig um miðbygg þriðja leikhlutans. Með góðu áhlaupi undir lok fjórðungsins nær Fjölnir að halda leiknum spennandi inn í þann fjórða, 73-62. Í lokaleikhlutanum setja heimakonur fótinn aftur á bensíngjöfina og klára leikinn með mjög svo öruggum sigri, 107-78.

Atkvæðamestar

Atkvæðamestar fyrir Keflavík í kvöld voru Daniela Wallen með 19 stig, 9 fráköst, 7 stoðsendingar, 7 stolna bolta og Birna Valgerður Benónýsdóttir með 29 stig og 4 fráköst.

Fyrir Fjölni var Urté Slavickaite með 24 stig og 3 fráköst. Þá bætti Heiður Karlsdóttir við 14 stigum, 5 fráköstum og 5 stoðsendingum.

Hvað svo?

Bæði lið eiga leik næst komandi miðvikudag 4. janúar. Þá heimsækir Fjölnir lið Grindavíkur og Keflavík fá granna sína úr Njarðvík í heimsókn.

Tölfræði leiks