Haukar lögðu Íslandsmeistara Njarðvíkur í kvöld í Ljónagryfjunni í 13. umferð Subway deildar kvenna, 77-81.

Haukar eru eftir leikinn í öðru sæti deildarinnar með 22 stig, einum sigurleik fyrir aftan Keflavík sem er í efsta sætinu. Njarðvík er hinsvegar í 4. sæti deildarinnar með 16 stig.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikur kvöldsins nokkuð spennandi í lokin. Haukar höfðu leitt með 4 stigum í hálfleik, 32-36, en þökk sé góðum þriðja leikhluta náði Njarðvík að snúa taflinu sér í vil í þeim þriðja og voru sjálfar nokkrum körfum á undan allt fram undir lok leiks. Þökk sé góðum varnarleik ná Haukar þá aftur að jafna leikinn og sigla framúr á réttum tíma undir lokin, 77-81.

Stigahæst fyrir Hauka í kvöld var Tinna Guðrún Alexandersdóttir með 34 stig og Kiera Robinson var henni næst með 16 stig.

Fyrir Njarðvík var Aliyah Collier frábær með 40 stig, 21 frákast, 7 stoðsendingar og 7 stolna bolta. Þá skilaði Isabella Ósk Sigurðardóttir 16 stigum og 8 fráköstum.

Tölfræði leiks