Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í Little Caesers höllinni í Detroit biðu heimamenn í Pistons sinn sjötta ósigur í röð er liðið laut í lægra haldi gegn LA Clippers í framlengdum leik, 142-131. Eftir sem áður eru Pistons lang lélegasta lið deildarinnar með aðeins átta sigra það sem af er tímabili, eða 22% sigurhlutfall. Clippers hafa aftur á móti verið ágætir, með 20 sigra og um 57% sigurhlutfall.

Atkvæðamestur fyrir Clippers í leiknum var Paul George með 32 stig og 11 fráköst. Fyrir Pistons dró Isaiah Stewart vagninn með 21 stigi og 7 fráköstum.

Staðan í deildinni

Úrslit:

Brooklyn Nets 125 – 117 Cleveland Cavaliers

LA Clippers 142 – 131 Detroit Pistons

Minnesota Timberwolves 110 – 113 Miami Heat

Houston Rockets 133 – 118 Chicago Bulls

Indiana Pacers 93 – 113 New Orleans Pelicans

Utah Jazz 122 – 126 San Antonio Spurs

Charlotte Hornets 113 – 124 Portland Trail Blazers