Venju samkvæmt er deildarkeppni Subway deildar kvenna um það bil hálfnuð þegar að jólahátíðin gengur í garð. Einhver myndi þá ætla að þar sem að um helmingur leikja deildarinnar hefur verið spilaður væri hægt að fá einhverskonar vísbendingu um hvaða lið ætti eftir að standa uppi sem sigurvegari Íslandsmótsins á komandi vori.
Líkt og farið var yfir í gær hafa aðeins þrjú af síðustu ellefu liðum sem efst hafa verið yfir jólin náð að klára tímabilið með Íslandsmeistaratitil í Subway deild karla. Staðan er hinsvegar nokkuð ólík ef litið er til Subway deildar kvenna. Þar hafa helmingi fleiri, eða sex af síðustu ellefu liðum náð að klára tímabilið með því að vinna þann stóra, Keflavík (2013,2017) og Snæfell (2014, 2015) í tvígang, KR (2010) í eitt skipti og svo nú síðast Njarðvík (2022) á síðasta tímabili.
Þetta tímabilið er Keflavík í efsta sætinu með 24 stig, tveimur stigum á undan Haukum sem eru í öðru sætinu, en hér fyrir neðan má sjá hverjar voru efstar yfir jól og hverjar urðu Íslandsmeistarar síðan árið 2009.
2009-2010
Efsta lið deildar um jól KR
Íslandsmeistarar KR
2010-2011
Efsta lið deildar um jól Hamar
Íslandsmeistarar Keflavík
2011-2012
Efsta lið deildar um jól Keflavík
Íslandsmeistarar Njarðvík
2012-2013
Efsta lið deildar um jól Keflavík
Íslandsmeistarar Keflavík
2013-2014
Efsta lið deildar um jól Snæfell
Íslandsmeistarar Snæfell
2014-2015
Efsta lið deildar um jól Snæfell
Íslandsmeistarar Snæfell
2015-2016
Efsta lið deildar um jól Haukar
Íslandsmeistarar Snæfell
2016-2017
Efsta lið deildar um jól Keflavík
Íslandsmeistarar Keflavík
2017-2018
Efsta lið deildar um jól Valur
Íslandsmeistarar Haukar
2018-2019
Efsta lið deildar um jól Keflavík
Íslandsmeistarar Valur
2019-2020
Efsta lið deildar um jól Valur
Íslandsmeistarar Enginn
*2020-2021
*Efsta lið deildar um jól Aðeins 2 leikir fyrir jól
*Íslandsmeistarar Valur
2021-2022
Efsta lið deildar um jól Njarðvík
Íslandsmeistarar Njarðvík
2022-2023
Efsta lið deildar um jól Keflavík
Íslandsmeistarar ???