Tindastóll lagði KR í kvöld í fyrsta leik 10. umferðar Subway deildar karla, 77-104. Eftir leikinn er KR í 11. -12. sæti deildarinnar með 2 stig líkt og Þór á meðan að Tindastóll er í 4.-6. sætinu með 12 stig líkt og Haukar og Njarðvík.

Atkvæðamestir fyrir heimamenn í KR í leiknum voru EC Matthews með 31 stig, 3 stoðsendingar og Þorvaldur Orri Árnason með 12 stig og 4 fráköst.

Fyrir Tindastól var Keyshawn Woods atkvæðamestur með 17 stig, 6 fráköst og 9 stoðsendingar. Honum næstur var Sigurður Gunnar Þorsteinsson með 23 stig.

Bæði lið eiga leik næst á milli jóla og nýárs. Þann 29. desember tekur Tindastóll á móti Íslandsmeisturum Vals á meðan að KR heimsækir Stjörnuna.

Tölfræði leiks