Fyrir þennan leik var Stjarnan í 8. sæti og KR sat á botninum með aðeins 2 stig. Bæði lið þurftu nauðsynlega á sigri að halda, en eins og oft áður í vetur þá tapaði KR, nokkuð örugglega 99 – 88.

Leikurinn byrjaði vel fyrir Stjörnuna, með gríðargóða stemmingu af bekknum sem smitaðist út á völlinn.  KR virtist fyrirmunað að verjast og voru enn verri í sókninni. Sást langar leiðir að sjálfstraustið er ekki mikið í Vesturbænum.  Eftir fyrsta leikhluta var skotnýting KR-inga aðeins 15% á meðan hún var 43% hjá Stjörnunni.

Í öðrum leikhluta byrja Stjarnan einnig betur og auka forskotið fljótlega í  24 stig þegar KR tekur leikhlé. Eftir leikhlé kom barátta í KR og þeir minkuðu muninn aftur í 19 stig. Staðan í hálfleik 51 – 32. 

KR-ingar sýndu mun betri leik í 3. leikhluta. Þorvaldur byrjar á tveimur troðslum í röð og allt stefndi í gott áhlaup frá KR-ingum. En þá mætti Turner, sem var frekar rólegur í fyrri hálfleik, sem virtist geta skorað þegar hann vildi. KR-ingar létu dómarana fara svolítið í taugarnar á sér, fannst þeir full gjafmildir á villurnar.  En þeir náðu að minka muninn niður í 9 stig þegar þriðji leikhluti kláraðist.

Í fjórða leikhluta hélt Turnar, í kveðjuleiknum sínumm áfram að skora. EC Matthews gerði sitt besta til að halda KR í leiknum, en allt kom fyrir ekki, Stjarnan gerði út um leikinn og vann að lokum þægilegan sigur 99 -88.

Hjá Stjörnunni var Turner stighæstur með 34 stig, nánast öll í seinni hálfleik, Arnþór átti einnig mjög góðan leik og skoraði 21 stig. EC var langbestur hjá KR með 31 stig. Það var síðan gaman að sjá Matthías Orra aftur á parketinu, hann sýndi mikið KR hjarta, endaði stoðsendingahæstur hjá KR og var mjög aktívur á vellinum, en þarf aðeins að stilla miðið betur.

Næstu leikir þessara liða eru 5. janúar, þá fær Stjarnan Val í heimsókn á meðan KR fer í heimsókn til Grindavíkur.

Tölfræði leiks